Reiknar með að nýr dómari finnist fljótt

Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur. Samsett mynd

Ekki hefur verið ákveðið hvaða dómari tekur við af Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, eftir að Landsréttur mat hann vanhæfan til að dæma í hryðjuverkamálinu svokallaða.

Spurð segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að verið sé að skoða hver taki við af honum.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta gerist frekar fljótt en við gefum okkur smá tíma til að skoða málið,” segir Ingibjörg.

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur úr­sk­urðaði þann 23. októ­ber að héraðsdómi bæri að taka hryðju­verka­málið til efn­is­legr­ar meðferðar og krafðist þá Karl Ingi Vilbergsson saksóknari þess að Daði myndi víkja frá í mál­inu.

Krafan var sett fram vegna um­mæla dóm­arans í úr­sk­urði frá því í októ­ber þar sem mál­inu var vísað frá.

Sak­sókn­ari skaut mál­inu til Lands­rétt­ar sem hef­ur nú kom­ist að þeirri niður­stöðu að Daði sé van­hæf­ur til að dæma í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert