Ekki búið að áfrýja málinu: Vika til stefnu

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn hefur ríkissaksóknari ekki áfrýjað úrskurði í máli Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Hefur saksóknari viku þar til áfrýjunarfrestur rennur út.

Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verandi Sindra Snæs, í samtali við mbl.is. Hann segir frestinn í gildi til 9. apríl þ.e. mánuði frá dómsuppkvaðningu. 

Oft ákveðið á síðustu stundu

Spurður hvort hann telji einhverjar líkur á því að málinu verði áfrýjað þegar svo langt sé liðið frá dómsuppkvaðningu segir Sveinn Andri það ekki endilega þurfa að þýða neitt.

„Ég segi nú bara eins og oft er að það sé verið að ákveða þetta á síðustu stundu. Páskarnir koma náttúrulega inn í þetta svo þetta er ekki drjúgur tími.“

Tvímenningarnir voru þann 12. mars sýknaðir af ákæru um tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Voru þeir aftur á móti sakfelldir fyrir brot gegn vopna­lög­gjöf og var Sindri Snær dæmd­ur í 24 mánaða fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert