Einn á slysadeild eftir líkamsárás á Litla-Hrauni

Litla Hraun.
Litla Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi er með viðbúnað við fangelsið á Litla-Hrauni en samkvæmt heimildum mbl.is þá brutust út átök milli fanga.

„Það var tilkynnt um líkamsrárás og einn aðili var fluttur á slysadeild. Rannsóknin er á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi við mbl.is.

Jón Gunnar segist ekki geta svarað því hvort átök hafi orðið á milli fanga eða hvort vopni hafi verið beitt. Hann segist ekki vita um líðan þess aðila sem var fluttur á slysadeild.

Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist í samtali við mbl.is ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu en staðfesti að lögregla væri á staðnum.

Fréttin hefur verður uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert