Lést eftir eldsvoða í Stangarhyl

Karlmaðurinn sem lá þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir eldsvoðann í Stangarhyl í Árbæ um síðustu helgi er látinn.

Maðurinn, sem var á fertugsaldri og frá Rúmeníu, lést um kvöldmatarleytið í gær, að sögn Eiríks Valbergs, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Stangarhyl um síðustu helgi.
Frá Stangarhyl um síðustu helgi. Ljósmynd/Aðsend

Spurður út í eldsupptök segir hann að grunur lögreglu beinist að þurrkara sem var í eldhúsinu. Það hefur þó ekki fengist endanlega staðfest. Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum þess efnis.

Eiríkur segir rannsóknina á eldsvoðanum annars ganga vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert