Fullkomlega tilbúin að framlengja húsnæðisstuðning

Sigurður Ingi á íbúafundinum í kvöld.
Sigurður Ingi á íbúafundinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin er „fullkomlega tilbúin“ að framlengja stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga sé þörf á framlengingu, að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­sonar innviðaráðherra.

Þetta sagði ráðherra á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll í kvöld. Lög um húsnæðisstuðning og launastuðning fyrir Grindvíkinga renna út fe­brú­ar á næsta ári en Sigurður Ingi var spurður hvort ríkisstjórnin myndi framlengja stuðninginn.

Íbúafundur Grindvíkinga í Nýju Laugardalshöll.
Íbúafundur Grindvíkinga í Nýju Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum fullkomlega tilbúin til þess að framlengja þessi úrræði, hugsanlega eitthvað breytt og sérstaklega þegar það kemur að húsnæðisstuðningnum,“ sagði Sigurður Ingi sem benti á að auðveldara yrði að segja til um framlengingu þegar stjórnvöld væru komin með „fjölbreyttari form af búsetu“ Grindvíkinga.

„Þá gætum við skoðaða það sértækt, sem við höfðum ekki tíma til að gera núna, og [við] töldum mikilvægara einfaldlega að koma fjármununum beint til ykkar eins hratt og hægt er,“ sagði Sigurður Ingi við Grindvíkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert