Beint: Íbúafundur Grindvíkinga

Íbúafundur Grindvíkinga í Nýju Laugardalshöll.
Íbúafundur Grindvíkinga í Nýju Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blásið hefur verið til íbúafundar fyrir Grindvíkinga í dag. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og fara yfir stöðu mála vegna jarðhræringa í og við Grindavík. 

Fundurinn hefst kl. 17 og fer hann fram í anddyri nýju Laugardalshallarinnar, en einnig er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, mun fara með fundarstjórn á íbúafundi kvöldsins sem hefst með framsögnum frummælenda áður en opnað verður fyrir umræður og fyrirspurnir.

Frummælendur fundarins eru þau Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár frá Veðurstofu Íslands, Hulda Ragnheiður Árndóttir, forstjóri NRÍ og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. 

Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og fara yfir stöðu …
Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og fara yfir stöðu mála vegna jarðhræringa í og við Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka