Guðni mælist með mest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætli …
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur í embættið.

Íslendingar myndu helst vilja sjá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta Íslands eftir komandi kosningar, þrátt fyrir að hann ætli ekki gefa aftur kost á sér í embættið.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem Rúv greinir frá.

Katrín með 9% fylgi

Á eftir Guðna koma tveir aðrir sem hafa ekki tilkynnt framboð, það eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.

Guðni mældist með 14% fylgi, Katrín með 9% og Ólafur með 7%. 

Fjórir hafa nú þegar tilkynnt framboð nú þegar rúmlega fjórir mánuðir eru til kosninga, það eru Ástþór Magnússon, Arnar Þór Jónsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson. 

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er Arnar Þór sá eini sem nær þar fylgi, eða 4%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert