Palestínuarabar tvöfölduðust í fyrra

Palestínuarabar, sem hér hafa hlotið hæli, krefjast þess að stjórnvöld …
Palestínuarabar, sem hér hafa hlotið hæli, krefjast þess að stjórnvöld sæki skyldfólk þeirra til Gasa og tjölduðu við þingið þar til áherslu. mbl.is/AM

Fjöldi Palestínuaraba á Íslandi tvöfaldaðist hartnær á liðnu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Þeir voru 300 talsins í upphafi árs 2023, en 220 Palestínuarabar fengu dvalarleyfi í fyrsta sinn í fyrra, flestir á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða fjölskyldusameiningar við flóttamenn.

Á landinu dvelja auk þess um 70 umsækjendur um vernd frá Palestínu, sem eiga ólokin mál hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála.

Fleiri er að vænta frá sjálfstjórnarsvæðum Palestínu. Sem kunnugt er tók Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar nýlega þá ákvörðun að veita 150 dvalarleyfi hér á landi til fólks á Gasasvæðinu vegna fjölskyldusameiningar við fólk sem þegar er komið til landsins og óskað hefur alþjóðlegrar verndar. Var dómsmálaráðuneytið upplýst um þá ákvörðun.

Óvíst er þó að svo margir komi til landsins til fjölskyldusameiningar, því stofnunin hefur aðeins fundið 124 sem uppfylla skilyrði slíks dvalarleyfis.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert