Grunaðir um nauðgun í Kópavogi eftir leigubílaferð

Tveir menn voru handteknir vegna gruns um kynferðisbrot.
Tveir menn voru handteknir vegna gruns um kynferðisbrot. Samsett mynd

Tveir menn voru handteknir vegna gruns um nauðgun á dvalarstað annars þeirra í Kópavogi í upphafi mánaðar.

Mennirnir sóttu konu á leigubíl á veitingastað í Hafnarfirði en fóru ekki með hana að heimili hennar. Þess í stað fóru þeir að hýbýlum annars þeirra í Kópavogi þar sem grunur leikur á því að kynferðisbrotið hafi átt sér stað.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, staðfestir aðspurður að vettvangur meints brots sé í dvalarstað annars þeirra í Kópavogi og að um hafi verið að ræða leigubílferð frá veitingastað í Hafnarfirði. Hann segir að mennirnir séu ekki lengur í haldi. 

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.

Mennirnir sem grunaðir eru í málinu eru erlendir ríkisborgarar og eru samkvæmt heimildum mbl.is frá Túnis.

Ævar vildi aðspurður ekki staðfesta þjóðerni þeirra en staðfesti að um sé að ræða erlenda menn. Þá segir Ævar að leigubíllinn hafi haft tilskilinn leyfi til þess að flytja farþega.

Spurður hvort grunur leiki á því að brotið hafi skipulagt og hvort báðir séu grunaðir um jafnan hlut í því þá vill Ævar ekki tjá sig um það.

„Það er einn af þeim þáttum sem eru til rannsóknar. Ég get svo bara sagt að þeir hafa báðir réttarstöðu sakbornings,“ segir Ævar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert