Níu skjálftar yfir kvikuganginum

Hraun úr síðasta eldgosi.
Hraun úr síðasta eldgosi. mbl.is/Árni Sæberg

Níu jarðskjálftar hafa orðið yfir kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti.

Allir skjálftarnir voru undir 0,5 að stærð. Þetta er svipuð virkni og hefur verið undanfarna daga.

Hugsanlegt er þó að mælar Veðurstofu Íslands nemi ekki alla skjálftana vegna veðurs á svæðinu, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Við erum bara að bíða og vakta,” segir hún um stöðu mála vegna yfirvofandi eldgoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert