„Held að þetta djobb henti mér ekki“

Þórólfur Guðnason er fyrrverandi sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason er fyrrverandi sóttvarnalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands. 

Hann segist engan áhuga hafa þó að „einhverjum hafi látið sér detta það í hug“ að hann myndi bjóða sig fram. 

„Ég segi nú eins og Ólafur Ólafsson landlæknir sagði: Það hafa nokkrir komið að máli við mig en enn fleiri sem ekki hafa gert það,“ segir Þórólfur í gamansömum tón.

„Ég held að þetta djobb henti mér ekki,“ bætir Þórólfur við.

Þar með hafa allir úr þríeykinu svokallaða gefið upp afstöðu sína til mögulegs framboðs. Alma Möller landlæknir segist ætla að „íhuga að íhuga“ framboð.

Víðir Reynisson sagði fyrr í dag engan hafa komið að máli við sig og ætlar ekki að bjóða sig fram.

Forsetakosningar verða í júní og þegar hafa fimm tilkynnt um framboð. Það eru þau Axel Pét­ur Magnús­son, Arn­ar Þór Jóns­son, Ástþór Magnús­son, Tóm­as Logi Hall­gríms­son og Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert