Lítil skjálftavirkni við kvikuganginn

„Við gæt­um verið að horfa á að kvik­an nái að …
„Við gæt­um verið að horfa á að kvik­an nái að brjóta sér leið án þess að í raun­inni fylgi mik­il skjálfta­virkni.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítil skjálftavirkni hefur mælst síðustu klukkutíma við kvikuganginn á Reykjanesskaganum.

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan heldur áfram að vakta stöðuna

Síðustu 12 klukkustundir hafa verið 12 skjálftar á svæðinu við kvikuganginn.

Þá segir Salóme að áfram verði fylgst með stöðu mála. 

„Við gætum verið að horfa á að kvikan nái að brjóta sér leið án þess að í rauninni fylgi mikil skjálftavirkni,“ segir hún.

Lítil kvika hafi þó hlaupið úr kvikuhólfinu í gær. Er enn talið líklegt að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðustu 48 klst.
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðustu 48 klst. Kort/Veðurstofa Íslands

Margar sviðsmyndir mögulegar

Salóme segir þetta geta farið á ýmsa vegu. „Við getum verið að horfa á að það þurfi aftur að hlaða í geyminn og annað kvikuhlaup verði með svipuðum hætti og hin kvikuhlaupin eða að það gæti verið að myndast einhverskonar tenging þarna við uppsprettuna þaðan sem kvikan er að koma.“ 

Ef seinni staðan raungerist þá gæti hraun komið mjög rólega upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert