Nokkrir smáskjálftar upp úr klukkan 5

Frá eldgosinu 8. febrúar.
Frá eldgosinu 8. febrúar. mbl.is/Árni Sæberg

Nóttin hefur verið fremur róleg við Sundhnúkagígaröðina að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, nátt­úru­vár­sér­fræðing­s hjá Veður­stofu Íslands. Um 30 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti. 

„Það kom smá kippur um klukkan fimm í skjálftavirkninni, en hún er nú ekki merki um að hlutirnir séu að fara af stað aftur.“

Til sam­an­b­urðar mæld­ust um 130 skjálft­ar á milli klukk­an 16 og 17 í dag þegar skjálfta­hrin­an stóð sem hæst.

„Þetta var almennt voða svipað og var í gærkvöldi, svo frekar ófréttnæmt,“ segir Salóme. 

Fundað verður um stöðuna klukkan níu og farið yfir mögulegar sviðsmyndir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert