Ósátt við 172 milljóna „bakreikning“

Grótta á Seltjarnarnesi.
Grótta á Seltjarnarnesi. mbl.is/Hari

„Reksturinn er þungur og þessi viðbót er skellur. Þetta eru þó bara hlutir sem við ráðum ekki við og það gefst enginn upp,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Fjárhagsstaða sveitarfélagsins var til umræðu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Þar kom fram að framkvæmdir vegna myglu í skólum bæjarins og auknar lífeyrisskuldbindingar myndu lita fjárhagsuppgjör bæjarins fyrir síðasta ár. Um var að ræða nýjar óendurskoðaðar tölur sem kynntar voru í bæjarráði.

Þór segir að 242 milljónir hafi farið í niðurrif vegna myglu í skólunum í fyrra. „Svo fáum við 172 milljóna bakreikning frá lífeyrissjóðnum Brú til viðbótar við þær 200 milljónir sem við vorum búin að gjaldfæra vegna lífeyrisskuldbindinga. Samtals eru þetta 600 milljónir sem við höfum ekkert um að segja. Það er óþolandi að lenda í þessum barningi.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert