Akureyri verði næsta borg landsins

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að móta borgarstefnu leggur til að Akureyri verði næsta borg á Íslandi. „Við viljum færa borgargæði nær dreifðari byggðum svo fólk hafi tækifæri til að velja milli tveggja borga til þess að búa í,“ segir Ingvar Sverrisson formaður starfshópsins í samtali við Morgunblaðið.

Starfshópnum var ætlað að styðja við þróun borgarsvæða sem drifkrafts velsældar, fjölbreyttari búsetukosta og aukinnar samkeppnishæfni landsins. Í stefnunni er lagt til að tvö borgarsvæði verði skilgreind á Íslandi, annars vegar með því að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur og hins vegar festa Akureyri í sessi sem svæðisborg með því að skilgreina og efla hlutverk hennar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert