Ný stofnun ekki komið til tals

Hraun flæddi í átt að Grindavík og stefndi út í …
Hraun flæddi í átt að Grindavík og stefndi út í sjó laugardagsnótt. Varnargarðar héldu og stöðvaðist hraunflæðið nánast áður en það náði að Suðurstrandarvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir það ekki hafa komið til tals að koma á fót nýrri stofnun um jarðhræringar til að takast á við eldsumbrot næstu ára. 

„Við erum með öflugar stofnanir í dag. Veðurstofan hefur verið að fjölga sérfræðingum og hefur fengið fjármagn til þess. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er sömuleiðis að fjölga sérfræðingum. Við erum með gríðarlega öflugt fólk sem stendur vaktina fyrir okkur Íslendinga allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við sáum það á laugardaginn að öll viðbrögð voru mjög fumlaus og þegar atburður hefst er fólk fljótt að bregðast við,“ segir Guðrún.

„Ég hef verið inni í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð þegar atburðir hefjast og það er aðdáunarvert að sjá húsið, þar sem fáir eru að störfum milli atburða, hvernig allt fyllist af fólki. Fólk kemur ekki með neinum gassagangi eða látum, það sest bara við sína starfstöð. Allt gengur eins og vel smurð vél.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert