Éljagangur víða á landinu

Spáð er éljagangi í dag.
Spáð er éljagangi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu í dag. Víða verða él, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi eftir hádegi. Hiti verður um eða yfir frostmarki yfir daginn.

Suðlæg eða breytileg átt, 5-15 m/s, verður á morgun. Stöku él verða og vægt frost, en hlýnar sunnanlands með rigningu eða slyddu. Víða verða austan 10-18 m/s undir kvöld og snjókoma með köflum um landið norðanvert, en dregur úr vætu suðvestan til.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að útlit er fyrir mun rólegra veður á Vestfjörðum í dag en verið hefur. Það er þó stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og þarf ekki mikið að breytast til að hún nái aftur inn á land.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert