Grafa við ísgöngin á hábungu Langjökuls

Göngin eru um 500 metra löng.
Göngin eru um 500 metra löng.

Vinna stendur nú yfir við tilfærslu á ísgöngunum í Langjökli ofan við Húsafell.

Göngin eru nánar tiltekið í NV-verðum Langjökli, ekki langt frá hábungu jökulsins sem er í 1.355 metra hæð. Hafist var handa við að grafa göngin árið 2015, en þau eru rúmlega 500 metra löng.

Vegna hops jökla á tímum loftslagsbreytinga er nauðsynlegt að lagfæra göngin nú og fara þá 100 metra innar á jökulinn. Þessu starfi sinna verktakar úr Borgarfirði svo og starfsmenn frá félaginu sem stendur að göngunum góðu.

Ísgöngin hafa frá allra fyrstu tíð verið sterkt aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Að margra mati er áhrifaríkt að koma á þennan stað. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert