Boða til mótmæla fyrir utan Bessastaði

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Bessastaði í kvöld.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Bessastaði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Roði, félag ungra sósíalista, hefur boðað til mótmæla fyrir utan Bessastaði í kvöld á sama tíma og ríkisráðsfundur fer þar fram. 

Á viðburði sem félagið hefur stofnað á Facebook kemur fram að til standi að „mótmæla nýju ríkisstjórn fjárglæframannsins Bjarna Benediktssonar“.

„Það er algerlega óásættanlegt að þessi maður verði aftur forsætisráðherra. Það þarf að rannsaka í kjölinn hvernig einkavæðingar hans hafa gengið fyrir sig nákvæmlega, Lindarhvolsskýrslan var einungis toppurinn á ísjakanum. Mætum fyrir utan ríkisráðsfundinn klukkan 19.00 og látum í okkur heyra. Burt með þessa spilltu ríkisstjórn,“ segir í lýsingu viðburðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert