Áforma 450 íbúðir við Kringluna

Prentsmiðjuhúsið með viðbyggingu er fyrir miðri mynd.
Prentsmiðjuhúsið með viðbyggingu er fyrir miðri mynd. Teikning/Henning Larsen/THG

Ásbergssalurinn í Kringlubíói var þéttsetinn í fyrrakvöld þegar kynnt voru áform um uppbyggingu við Kringluna. Svo margir mættu að fólk þurfti að sitja á göngum.

Aðkoma frá Hamrahlíð. Sjá má Kringluturninn.
Aðkoma frá Hamrahlíð. Sjá má Kringluturninn. Teikning/Henning Larsen/THG

Skipulagssvæðið er í eigu Reita. Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis, sem nær til lóðanna Kringlunnar 1-3 og Kringlunnar 5.

Félagið Kringlureitur gerði fyrir hönd Reita samkomulag við dönsku arkitektastofuna Henning Larsen og THG arkitekta um þróun á fyrsta áfanga Kringlusvæðisins og eru stofurnar höfundar tillögunnar.

Áætlað er að 450 íbúðir verði byggðar á reitnum og …
Áætlað er að 450 íbúðir verði byggðar á reitnum og 6.200 fermetra menningarmiðstöð og verslunar- og þjónusturými. Þá verða 420 bílastæði í bílakjallara. Teikning/Henning Larsen/THG

Á fundinum var kynnt tímalína verkefnisins. Næsta skref er að deiliskipulagstillagan verður auglýst opinberlega með athugasemdafresti í sumar. Að óbreyttu er ætlað að tillagan taki gildi í desember.

Samsíða Sjóvárhúsinu

Skipulagssvæðið afmarkast af Kringlugötu, Listabraut og Kringlumýrarbraut en lóðarmörk til norðausturs eru hér um bil samsíða Sjóvárhúsinu. Sjá má stærstan hluta svæðisins á loftmyndinni hér hægra megin við miðju.

Svæið séð að ofan. Borgarleikhúsið og Kringlan eru til hægri, …
Svæið séð að ofan. Borgarleikhúsið og Kringlan eru til hægri, en Kringlumýrarbraut vinstra megin. Teikning/Henning Larsen/THG

Á svæðinu er skrifstofuhús við Kringluna 1 sem byggt var fyrir Morgunblaðið. Var blaðið með aðsetur þar á árunum 1993 til 2006 er það flutti í Hádegismóa í Reykjavík.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Rífa á skrifstofuhúsið, en byggja við prentsmiðjuna vinstra megin.
Rífa á skrifstofuhúsið, en byggja við prentsmiðjuna vinstra megin. Teikning/Henning Larsen/THG
Yfirlitsmynd af nýja svæðinu við Kringluna.
Yfirlitsmynd af nýja svæðinu við Kringluna. Teikning/Henning Larsen/THG
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert