„Vöktum mjög vel skjálftavirknina“

Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí.
Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Um 50 jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi síðasta sólarhringinn. Sá stærsti mældist í gærmorgun, 1,8 að stærð.

Síðan í gærkvöldi hefur skjálftavirknin verið mest um og undir einum að stærð, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Staðan er í sjálfu sér óbreytt. Við bíðum áfram og vöktum mjög vel skjálftavirknina á svæðinu en vitum af landrisinu og erum undirbúin fyrir að kvikuhlaup geti hafist hvað á hverju,” segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert