„Það verður að gera betur“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru þau viðskipti sem skipta einstaklinga og heimili mestu máli á lífsleiðinni og það verður að gera betur.“

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við mbl.is um álit EFTA-dómstólsins sem var birtur í gær.

Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sagði meðal annars að orðalag skilmála í lánssamningum banka með breytilegum vöxtum á Íslandi sé ekki gegnsætt. Almennir neytendur verði með fullnægjandi fyrirsjáanleika að getað áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grundvallar vaxtabreytingum.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

„Það sem mitt ráðuneyti hefur verið að gera er að fara yfir upplýsingagjöf bankanna mjög gaumgæfilega. Við erum að funda með bönkunum og fara yfir það sem við teljum að geti betur farið,“ segir Lilja.

„Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en við erum þegar byrjuð vinnu í samvinnu við bankana hvernig sé hægt að bæta þessa upplýsingagjöf,“ segir Lilja aðspurð út í það hvort niðurstaðan hafi komið henni á óvart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert