Mikilvægt að bankarnir taki niðurstöðunni alvarlega

Sigurður Ingi segir mikilvægt að bankarnir taki dómnum alvarlega.
Sigurður Ingi segir mikilvægt að bankarnir taki dómnum alvarlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er auðvitað alvarlegt ef það er ekki skýrt, þessir skilmálar, og mikilvægt að bankarnir taki það til sín og lagi. Svo verður svolítið að koma í ljós hvaða afleiðingar það hefur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um niðurstöðu EFTA-dómstólsins.

Í gær komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi sé ekki gegn­sætt. Al­menn­ir neyt­end­ur verði með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika getað áttað sig á þeim skil­yrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­um.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Sigurð um þetta að ríkisstjórnarfundi loknum.

Hafði heyrt að skilmálar væru óljósir

Kom þessi úrskurður þér á óvart?

„Satt best að segja þá hefur maður aðeins heyrt að skilmálarnir séu aðeins óljósir og mismunandi. En ég held að það sé mikilvægt að setjast yfir það og kanna hversu misjafnir þeir eru,“ segir hann og bætir við að hann viti til þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi verið að skoða það.

Hann segir mikilvægt að bankarnir taki dómnum alvarlega og segir einnig mikilvægt fyrir neytendaverndina að fólk vita almennilega hverjir skilmálarnir og upplýsingar séu þegar það tekur lán.

Neytendur þurfi-a að skilja afleiðingarnar

EFTA-dóm­stóll­inn seg­ir að varðandi þær skýr­leika­kröf­ur sem gera verði til samn­ings­skil­mála um breyti­lega vexti í fast­eignalána­samn­ingi að túlka verði 5. gr. til­skip­un­ar 93/​13 þannig að ekki aðeins skuli slík­ur skil­máli vera form­lega og mál­fræðilega skilj­an­leg­ur, held­ur einnig gera hinum al­menna neyt­anda, sem telj­ist sæmi­lega vel upp­lýst­ur, at­hug­ull og for­sjáll, kleift að skilja þá til­teknu aðferð sem beitt er við ákvörðun vaxt­anna.

„Neyt­and­inn þarf að vera í aðstöðu til að meta, út frá skýr­um, hlut­læg­um og skilj­an­leg­um viðmiðum, mögu­lega um­tals­verðar af­leiðing­ar slíks skil­mála á fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá dóm­stóln­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert