Parið látið laust en grunað um alvarleg brot

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr …
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir pari sem liggur undir grun um ofbeldisbrot í Reykholti í Biskupstungum í lok apríl.

Farið var fram á að gæsluvarðhaldið yrði framlengt vegna almannahagsmuna.

Jón Gunnar Þórhallsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Enginn er í því í haldi lögreglu vegna málsins.

Alvarleg brot

Rannsókn gengur vel að sögn Jóns Gunnars, en hann segir að um mikla vinnu sé að ræða.

Maðurinn sem varð fyr­ir of­beld­inu er með malt­neskt rík­is­fang.

Brot­in eru alvarleg en þau varða meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert