Einn laus úr haldi en annar bæst við

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum.
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn einstaklingur til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna alvarlegs ofbeldisbrots sem átti sér stað í heimahúsi í Reykholti í Biskupstungum undir lok síðasta mánaðar.

Sá sem um ræðir er karlmaður.

Öðrum einstaklingi hefur aftur á móti verið sleppt, að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Tveir karlmenn og ein kona í haldi

Samtals eru þrír Íslendingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir karlmenn og ein kona, og rennur það út 3. júní hjá þeim öllum.

Spurður segir Jón Gunnar að þeir sem eru í haldi séu á öllum aldri. Sá sem varð fyrir ofbeldinu er aftur á móti eldri maður með maltnesk ríkisfang. Brotin varða meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

Skýrslutökur eru áfram í gangi og gengur rannsóknin vel, að sögn Jóns Gunnars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert