Einum sleppt en þrír áfram í haldi

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr …
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Einum aðila var sleppt úr varðhaldi síðdegis í gær í tengslum við alvarlegt ofbeldisbrot sem átti sér stað í heimahúsi í Reykholti undir lok síðasta mánaðar.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við mbl.is en þrír sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur gæsluvarðhaldið út föstudaginn. Jón Gunnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið.

Um er að ræða brot er varða meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Einstaklingurinn sem varð fyrir ofbeldinu er með maltneskt ríkisfang sem búið hefur hér á landi í nokkur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka