Allir flokkar í Reykjavík fá borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum

mbl.is/KG

Allir flokkar með borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík fá allir flokkar borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur er með 7 fulltrúa, Samfylking 4 fulltrúa, Vinstrihreyfingin-grænt framboð 2 fulltrúa og Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn 1 hvor.

Þegar búið var að telja 41.040 atkvæði hafði B-listi Framsóknarflokks fengið 2417 atkvæði eða 5,9%, D-listi Sjálfstæðisflokks 17.375 atkvæði eða 42,3%, F-listi Frjálslyndra og óháðra 4180 atkvæði eða 10,2%, S-listi Samfylkingar 11.433 atkvæði 22,9% og V-listi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 5635 atkvæði eða 13,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert