Arnbjörg Sveinsdóttir býður sig fram í fyrsta sæti

Arnbjörg Sveinsdóttir
Arnbjörg Sveinsdóttir

Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að bjóða sig fram og sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis.

Arnbjörg var fyrst kosin á Alþingi árið 1995 og þá sem þingmaður fyrir Austurlandskjördæmi, leiddi lista flokksins að afloknu prófkjöri í kosningunum 1999 og hefur verið þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2004.

mbl.is