Stjórnmálasamtök eldri borgara og öryrkja stofnuð

Stjórnmálasamtök eldri borgara og öryrkja voru stofnuð formlega á opnum fundi á Grand hóteli í dag. Bjóða á fram í öllum kjördæmum. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að öryrkjar og eldri borgarar hyggjast skipta kjördæmunum á milli sín.

Haft var eftir Arndísi H. Björnsdóttur, formanni Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, að nokkur hundruð manns séu á skrá samtakanna og á fundinum í dag var tillaga um stofnun stjórnmálaafls samþykkt. Sagði Arndís, að boðið verði fram í öllum kjördæmum.

mbl.is