Margt ágætt en ósammála um tvö mál

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

 „Það er margt ágætt í þessu plaggi og fyrir okkur í Samtökum atvinnulífsins er sérstök ástæða til þess að fagna miklum samstarfsvilja við okkur,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, við fréttavef Morgunblaðsins eftir að hann las stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Um tvennt er SA þó ekki sammála nýju stjórninni; áform um eignarhaldsfélag á vegum ríkisins og fyrningarleiðina í sjávarútvegsmálum.

Vilhjálmur sagði þó að við fyrstu sýn virtist, í stjórnarsáttmálanum, dregið  úr mikilvægi eignarhaldsfélags á vegum ríkisins miðað við það sem áður hefði komið fram og flokkarnir nálguðust það sjónarmið sem SA hefði haldið áfram; að bankarnir yrðu í lykilhlutverki í uppbyggingu atvinnulífsins og stofnuðu á sínum vegum eignarhaldsfélög sem héldu utan um þau fyrirtæki sem lentu hjá bönkunum.

Framkvæmdastjóri SA áréttaði að margt væri gott í plagginu og samtökin vildu að sjálfsögðu gjarnan vinna með þessari ríkisstjórn eins og öðrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert