Spurningar úr sal ekki leyfðar á framboðsfundi í Mosfellsbæ

Listaverkið og torgið í Mosfellsbæ.
Listaverkið og torgið í Mosfellsbæ.

Fundur frambjóðenda í Hlégarði í Mosfellsbæ í gærkvöld leystist upp eftir að tillaga frá Íbúahreyfingunni, nýju framboði í bænum, um að fyrirspurnir til frambjóðenda skyldu leyfðar úr sal fékkst ekki lögð fram. Gengu þá margir íbúar af fundi.

Til stóð að á fundinum gæfist íbúum kostur á að ræða við frambjóðendur á sérstökum frambjóðendabásum. Tillaga Íbúahreyfingarinnar var um að því fyrirkomulagi yrði breytt:

„Að lokinni seinni umferð framsöguerinda fulltrúa framboðanna verði opnað fyrir spurningar til framsögumanna úr sal undir stjórn fundarstjóra. Öllum framboðum verði gefið færi á að bregðast við hverri spurningu. Fyrirhugaður dagskrárliður um spurningar og svör á framboðabásum falli niður."

Fundarstjóri neitaði að bera tillöguna upp og að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúahreyfingunni gengu þá margir íbúar af fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina