Lýðræðisvaktin stofnuð formlega

Stjórn Lýðræðisvaktarinnar.
Stjórn Lýðræðisvaktarinnar. mbl.is

Stjórnmálaflokkurinn Lýðræðisvaktin var sett á laggirnar um helgina en helstu markmið hans eru „að koma landinu upp úr þeim efnahagslega öldudal sem það er í, lyfta því undan oki sérhagsmuna og tryggja að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í haust,“ að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur að á stofnfundi Lýðræðishreyfingarinnar hafi Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, verið kjörinn vaktstjóri flokksins og Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur, bakvaktarstjóri. Þá er Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur, aðalritari flokksins. Meðstjórnendur eru Rannveig Höskuldsdóttir, verkakona, Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði, Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og dýravinur, og Lýður Árnason, læknir.

Ennfremur segir í tilkynningunni að Lýðræðisvaktin hafi í hyggju að bjóða fram í öllum kjördæmum í þingkosningunum í vor og að stefnuskrá og framboðslistar verði kynntir innan skamms.

Frétt mbl.is: Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka