Nánast jafnstórir

Biðröð utan við kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Biðröð utan við kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/GSH

Vart er mælanlegur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 17.-23. apríl. Fylgi við Framsóknarflokkinn dalar hins vegar.

Í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag segir, að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 24,8% og bætir flokkurinn við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar HÍ. Fylgi Framsóknar mælist 24,4% og minnkar um 3,7 prósentustig frá síðustu könnun. Munurinn á milli flokkanna er töluvert innan skekkjumarka, sem eru 1,9% hjá báðum flokkum.

Stuðningur við Samfylkinguna mælist 13,6% og eykst um 1,4 prósentustig. Fylgi VG mælist 10,8% og eykst um 1,5 prósentustig. Þá sögðust 7,3% styðja Bjarta framtíð, eða 0,1 stigi færri en í síðustu könnun HÍ, og 6,4% Pírata, sem er sama aukning. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »