Nánast jafnstórir

Biðröð utan við kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Biðröð utan við kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/GSH

Vart er mælanlegur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 17.-23. apríl. Fylgi við Framsóknarflokkinn dalar hins vegar.

Í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag segir, að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 24,8% og bætir flokkurinn við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar HÍ. Fylgi Framsóknar mælist 24,4% og minnkar um 3,7 prósentustig frá síðustu könnun. Munurinn á milli flokkanna er töluvert innan skekkjumarka, sem eru 1,9% hjá báðum flokkum.

Stuðningur við Samfylkinguna mælist 13,6% og eykst um 1,4 prósentustig. Fylgi VG mælist 10,8% og eykst um 1,5 prósentustig. Þá sögðust 7,3% styðja Bjarta framtíð, eða 0,1 stigi færri en í síðustu könnun HÍ, og 6,4% Pírata, sem er sama aukning. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »