Bíða eftir umboði forseta

Það var létt yfir þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð …
Það var létt yfir þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að kosningum loknum. mbl.is/Kristinn

Líklegt er að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ræði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna á næstu dögum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast sé að láta reyna á að mynda tveggja flokka stjórn og að hann geri ráð fyrir að viðræður hefjist við framsóknarmenn á næstunni. Það sé þó ekki sjálfgefið að flokkarnir tveir nái samkomulagi um samstarf.

„Nú er mikilvægast að mynda sterka stjórn með skýra efnahagsáætlun til að bæta lífskjör og auka ráðstöfunartekjur fólks. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að hægt sé að mynda slíka stjórn,“ segir Bjarni, sem er jafnframt tilbúinn til að leiða næstu ríkisstjórn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bjartsýnn á að það takist að ná samstöðu um baráttumál flokks síns og að í fylgisaukningu hans felist krafa um að ráðist verði í þau. „Þetta veitir okkur sterka stöðu til þess að knýja á um að sú verði raunin,“ segir hann, í umfjöllun um stöðuna að kosningum loknum.

Búast má við að línur taki að skýrast varðandi stjórnarmyndun eftir daginn í dag en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað formenn allra flokka sem náðu manni á þing á sinn fund áður en hann ákveður hverjum hann felur umboð til að mynda nýja stjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »