Fóru saman að kaupa inn í Krónunni

mbl.is/Sigurður Bogi

„Ætli þetta verði ekki Krónu-ríkisstjórnin, a.m.k. mun hún væntanlega halda í krónuna,“ segir Ingólfur Árnason, verslunarstjóri í Krónunni í Mosfellsbæ, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson komu við í Krónunni í morgun þegar þeir voru á leiðinni út úr bænum til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Ekkert hefur verið gefið upp hvar Bjarni og Sigmundur Davíð funda. Sigmundur Davíð sagði í morgun að hann reiknaði með að fundurinn stæði í allan dag.

Bjarni og Sigmundur Davíð ræða saman ásamt aðstoðarmönnum sínum. Sigmundur Davíð sagði í samtali við mbl.is í gær að kallað yrði eftir aðstoð sérfræðinga þegar viðræðurnar væru lengra komnar.

mbl.is
Loka