Sigmundur með afgerandi forystu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kjördæmisþinginu í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kjördæmisþinginu í morgun. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Úrslit liggja fyrir um fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða listann en hann hlaut afgerandi kosningu með 170 atkvæði. Í öðru sæti listans er Þórunn Egilsdóttir.

Frétt mbl.is: Höskuldur hættir á þingi

Alls greiddu 238 atkvæði og voru auðir og ógildir seðlar 3. Mikil fagnaðarlæti brutust út í salnum þegar úrslit lágu fyrir.

Vegna yfirburða Sigmundar Davíðs er ljóst að ekki þarf að grípa til annarrar atkvæðagreiðslu á milli þeirra tveggja efstu í kjörinu. 

Frétt mbl.is: „Ég er ekki fullkominn maður“

Höskuldur sækist ekki eftir sæti á lista

Höskuldur Þórhallsson, sem hlaut 10,21% greiddra atkvæða lýsti því yfir eftir að úrslit voru gerð kunn að hann muni því ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins. Það gerði Líneik Anna Sæmundsdóttir einnig en hún hlaut einungis 2 atkvæði í kosningunni. Þá dró Hjálmar Bogi Hafliðason einnig framboð sitt í annað sæti til baka og er Þórunn Egilsdóttir því sjálfkjörin i annað sæti listans.

Frétt mbl.is: Höskuldur vegur hart að Sigmundi

Þau Hjálmar Bogi, Líneik Anna og Sigfús Karlsson eru því í kjöri um 3. sæti listans og hefst kosning um sætið innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert