Píratar mælast stærstir

Fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið …
Fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið 14. til 19. október.

Mikil hreyfing er á fylgi flokkanna á milli vikna og sömuleiðis á því hlutfalli kjósenda sem taka afstöðu. Þetta sýnir könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið dagana 14. til 19. október.

Píratar mælast með mest fylgi, 22,6%, og fengju 15 þingmenn yrði gengið til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkur mælist með næstmest fylgi, 21,1% og 15 þingmenn, og Vinstri græn mælast með 18,6% og 13 þingmenn.

9,1% segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, sem er sama hlutfall og í síðustu könnun og fengi flokkurinn sex þingmenn. 8,8% ætla að kjósa Viðreisn, um fjórðungi færri en í síðustu tveimur könnunum og samkvæmt þessu fengi flokkurinn sex þingmenn kjörna.

6,5% ætla að kjósa Samfylkinguna sem fengi fjóra þingmenn og Björt framtíð mælist með 6% og fjóra þingmenn. Flokkur fólksins mælist með 3,8%, en næði ekki inn manni. Fylgi annarra flokka mælist minna, að því er fram kemur í umfjöllun um könnun þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert