Fjórir af fimm flokkum samstíga

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Bjartrar framtíðar vill halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar, segir Björt Ólafsdóttir, þingflokksformaður BF. Hún segir fjóra af fimm flokkum vera mjög samstíga og framsýna í viðræðunum.

Spurð um hvort stjórnarmyndunarviðræður verði nú formlegar segist Björt ekki sjá mun á því hvort viðræður eru formlegar eða ekki en það sé ljóst að þau í Bjartri framtíð vilji halda samtalinu áfram.

„Það hefur margt áunnist og það sér til lands en þó er ljóst að í stórum málum er varða mikilvægar kerfisbreytingar eins og í landbúnaði og sjávarútvegi, þar eigum við talsvert eftir. En það er þó ánægjulegt að þar virðast fjórir flokkar af fimm mjög samstíga og framsýnir,“ segir Björt í svari til mbl.is.

Spurð um fimmta flokkinn segir hún ljóst að VG er með töluvert aðra stefnu í þessum málum en hinir fjórir flokkarnir. „En við höldum ótrauð áfram,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.

Logi Már Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Logi Már Einarsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og …
Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert