Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

Hægt er að hafa samband við yfirkjörstjórn ef fólk telur ...
Hægt er að hafa samband við yfirkjörstjórn ef fólk telur ranglega hafa verið farið með undirskrift. Morgunblaðið/Ómar

Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

Alls voru 25.669 kennitölur skráðar inn í rafrænt meðmælendakerfi á Ísland.is en þar af voru 1536 skráningar ógildar eða 5,98% vegna þess að viðkomandi var skráður á fleiri en einn meðmælendalista.

Ef fólk telur að ranglega farið með undirskrift sína er það vinsamlegast beðið um að  samband við yfirkjörstjórn í sínu kjördæmi.

mbl.is