Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Eyþór Arnalds stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld.
Eyþór Arnalds stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Um eitt hundrað manns sóttu fundinn þar sem meðal annars voru kynntar hugmyndir um nýja nálgun í sorphirðu.

Um hundrað manns sóttu fundinn.
Um hundrað manns sóttu fundinn.

Þróunarverkefnið „Tæmum tunnurnar“, sem flokkurinn hyggst koma á laggirnar strax að loknum kosningum, var kynnt á fundinum. Flokkurinn ætlar að fjölga sorphirðudögum úr tveimur í þrjá án þess að rukka hærra gjald fyrir sorphirðu, að því er segir í tilkynningu.

Eyþór kynnti jafnframt þá hugmynd að efla verslun og þjónustu í hverfum borgarinnar. Hann sagði að með tilkomu ferðamanna væri unnt að reisa hótel í úthverfum borgarinnar sem byði upp á ýmsa möguleika sem gætu skapa ný atvinnutækifæri og ýtt frekari stoðum undir mannlífið í hverfunum.

Þá sagðist hann vilja færa stofnanir og atvinnutækifæri í Keldur ásamt byggð sem efla myndi sjálfstætt og sjálfært samfélag í Grafarvogi.

Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra tekur til máls á fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra tekur til máls á fundinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert