Birgir býður sig fram í varaformann

Birgir er oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Birgir er oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Alþingi.is

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram í embætti varaformanns flokksins, en landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu helgina 21. til 22. apríl. Birgir er þingmaður í Suðurkjördæmi fyrir flokkinn.

Birgir sendi tilkynningu í dag þar sem hann greindi frá framboði sínu. Segist hann þar hafa fengið hvatningu víða til að bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins. Þá segist hann vilja efla enn frekar samstarfið við grasrót flokksins. „Það væru mér forréttindi að fá að sinna því mikilvæga starfi og hef ég því ákveðið að gefa kost á mér,“ segir hann í tilkynningunni.

mbl.is