Píratar taka mann af Sjálfstæðisflokknum

Píratar bæta við sig manni frá síðustu kosningum og sömuleiðis frá fyrstu tölum í Reykjavíkurborg, samkvæmt nýjustu tölum úr Laugardalshöll. Vinstri græn bæta einnig við sig manni frá síðustu kosningum.

Annar maður Pírata kemur inn á kostnað áttunda manns Sjálfstæðisflokksins, miðað við fyrstu tölurnar sem bárust, sem nú fær sjö menn samkvæmt nýjustu tölum, jafn marga og Samfylkingin.

Núverandi meirihluti hefur því ellefu menn inni í borgarstjórn en þrettán þarf til að mynda meirihluta.

Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn, þeir flokkar sem næst geta talist meirihlutanum í málefnaáherslum, eru með einn mann annars vegar og tvo hins vegar. Þangað gæti meirihlutinn því fyrst leitað til að styrkja sig, og fengið samkvæmt því 13 eða 14 menn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert