Samkomulag um formlegar viðræður

Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óformlegar viðræður oddvita Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um málefnagrunn hafa leitt til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík.  

Viðræðurnar munu hefjast á morgun, fimmtudag, en tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í þeim.

Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir vel tímanlega fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar 19. júní næstkomandi.

Trúnaður mun ríkja um viðræðurnar en niðurstöður þeirra verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að því er segir í tilkynningunni.

Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir og Eyþór Arnalds.
Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir og Eyþór Arnalds. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert