Viðræður hafnar um meirihluta

Blaðamannafundur vegna meirihlutaviðræðna Framsóknar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blaðamannafundur vegna meirihlutaviðræðna Framsóknar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, bauð fyrir hádegi til blaðamannafundar ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.

Áður hafði Framsóknarflokkurinn boðið bandalagi hinna þriggja flokkanna til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn.

Fundurinn hófst klukkan 11 og var haldinn í Grósku. Hér að neðan munu birtast viðtöl við oddvita flokkanna um leið og þau berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert