Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi á landsvísu, 29%, samkvæmt nýrri könnun Capacent sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin mælist með næstmest fylgi, 27,5% og Vinstri grænir eru í þriðja sæti með 25,9% fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta miðað við þessar tölur.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir hafa bætt við fylgi sitt frá síðustu könnun í febrúar, Sjálfstæðisflokkur um tæp þrjú prósetnustig og VG um 1,3 prósentustig. Fylgi Samfylkingar hefur hinsvegar dregist töluvert saman, úr 31,1% niður í 27,5% og tapar þar með 3,5 prósentustigum. Lægst mældist fylgi Sjálfstæðisflokks í nóvember 2008, þá 20,6%, og hefur hann jafnt og þétt bætt við sig fylgi síðan miðað við kannanir Gallup.

Könnunin var framkvæmd dagana 25. febrúar - 3. mars og var úrtakið 1513 manns 18 ára og eldri. Spurt var: „Ef kosið væri til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu og þeir sem voru þá enn óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 19. maí

Miðvikudaginn 18. maí

Þriðjudaginn 17. maí

Mánudaginn 16. maí