VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV miðað við síðustu könnun fyrir viku. Vinstri grænir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokkurinn var með landsfund um síðustu helgi.

Samfylkingin heldur þó stöðu sinni sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 30% fylgi, rúmu prósentustigi minna en fyrir viku. Um var að ræða net- og símakönnun sem var gerð dagana 18. til 25 mars. Heildarúrtaksstærð var 1.424 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 63,2%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins fer niður í 24,4%, var 26,5% fyrir viku, og hefur ekki verið minna í könnunum Gallup síðan í nóvember, er það mældist 20,6%. Í janúar sl. var fylgið einnig 24,4% en í síðustu þingkosningum fékk flokkurinn 36,6% atkvæða.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 12,5% fylgi, var 11,3% í síðustu könnun. Fylgið nú er mjög svipað og það var í mælingum Gallup vikurnar þar áður. Flokkurinn fékk 11,7% atkvæða í síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn er aðeins með 1,2% sem er minnsta fylgi sem Gallup hefur mælt frá síðustu kosningum, er flokkurinn fékk 7,3% atkvæða.

Hlutfallslega bætir Borgarahreyfingin við sig mestu fylgi frá síðustu könnun, eða úr 2,5% í 3,4%.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 20 þingmenn, Vinstri grænir 18, Sjálfstæðisflokkurinn 17 og Framsóknarflokkurinn átta.

Fylgi við ríkisstjórnina er 63,8%, svipað og síðast, og fleiri segjast ætla að kjósa, eða 76%.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 21. maí

Föstudaginn 20. maí

Fimmtudaginn 19. maí

Miðvikudaginn 18. maí

Þriðjudaginn 17. maí