Mótmæla nýjum meirihluta í Hafnarfirði

Ráðningu Lúðvíks Geirssonar mótmælt í dag
Ráðningu Lúðvíks Geirssonar mótmælt í dag mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði hófst klukkan 14 í Hafnarborg  Á fundinum verður m.a. kosið í nefndir og ráð, lögð fram stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar og ráðning bæjarstjóra. Líkt og fram hefur komið ætlar nýr meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í bæjarstjórn að ráða Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra áfram.

Hópur Hafnfirðinga tilkynnti um helgina að hann hygðist  mótmæla  fyrirhuguðum meirihluta í miðbæ Hafnarfjarðar í dag.

Í fréttatilkynningu sem hópurinn hefur sent frá sér er nýjum meirihluta Hafnarfjarðarbæjar gefið „gula spjaldið“ og skorað á hann að auglýsa starf bæjarstjóra þegar í stað svo ráða megi í starfið á faglegum forsendum.

Bent er á að VG og Samfylkingin njóti ekki meirihluta kosningabærra Hafnfirðinga. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir: „Mánudaginn 14. júní kl. 14 verður haldinn fyrsti bæjarstjórnarfundur Hafnarfjarðar eftir kosningar þar sem Samfylking og Vinstri grænir ætla að staðfesta nýjan meirihluta. Lúðvík Geirsson mun verða bæjarstjóri næstu tvö árin, þrátt fyrir þá staðreynd að Samfylkingin setti bæjarstjórastólinn að veði í kosningunum og tapaði.“

Í tilkynningunni segir að fjárhagsstaða bæjarins sé með því alversta sem þekkist og því sé löngu tímabært að kjörnir bæjarfulltrúar snúi bökum saman og velji hag bæjarbúa fram yfir eigin hagsmuni.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Þriðjudaginn 16. október

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí

Föstudaginn 20. júlí