Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

Eurovision 2018 - fyrri undankeppni

Umsjón: Erla María Markúsdóttir (erla@mbl.is)

Fyrri undankeppni Eurovision 2018 fer fram í Lissabon í Portúgal í kvöld. Ari Ólafsson, flytjandi íslenska framlagsins, er annar á svið. Fylgst er með gangi mála á mbl.is.

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Jæja þá er bara að byrja að huga að næstu keppni

Þessi lönd komust áfram:

Austurríki, Eistland, Kýpur, Litháen, Ísrael, Tékkland, Búlgaría, Albanía, Finnland og Írland.

NEEEEEEEEI !

Ísland komst ekki áfram. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland kemst ekki áfram úr undankeppninni.

Ísland komst ekki áfram í Eurovision

Ari Ólafsson, flytj­andi lags­ins Our choice, komst ekki áfram upp úr undan­keppni Söngvakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva.
Meira »

Fimm lönd komin áfram - Ísland ekki á meðal þeirra

Austurríki, Eistland, Kýpur, Litháen og Ísrael eru komin áfram. Fimm lönd eftir í hattinum!

Jon Ola Sand er búinn að gefa grænt ljós!

Það eru komin staðfest úrslit. Löndin verða lesin upp í tilviljanakenndri röð.

Portúgalar, Spánverjar og Bretar taka þátt í atkvæðagreiðslunni

Nú er verið að fara yfir þau lönd sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni í kvöld, en eru þegar komin áfram í úrslitin. Þetta eru Portúgal, Spánn og Bretland.

Spánn og Bretland eru hluti af „stóru löndunum fimm“ sem leggja mest til keppninnar og komast því alltaf beint í úrslit. Gestgjafarnir, Portúgal, þurfa heldur ekki að taka þátt í undankeppninni. Þá er bara að vona að Ari hafi heillað Portúgala, Breta og Spánverja í kvöld.

Þýskaland, Ítalía og Frakkland greiða svo atkvæði í undankeppninni á fimmtudag.

Svala snýr aftur

Svala Björgvins, sem flutti framlag Íslands í fyrra, sneri aftur á skjáinn rétt í þessu í innslagi þar sem leiðin til Lissabon var rakin. Nokkrir keppendur sem tóku þátt í fyrra sungu brot úr sigurlaginu, Amar Pe­los Dois, sem Sal­vador Sobral flutti á ógleymanlegan hátt. Svala söng upphaf lagsins og gerði það með glæsibrag, í gullúlpu með íslenskt hraun í bkasýn.

En Íslendingar í öllum hinum löndunum - KJÓSIÐ!

Hvað ætlar þú að kjósa?

Aser­baíd­sj­an, Alban­íu, Belg­íu, Tékk­land, Lit­há­en, Ísra­el, Hvíta-Rúss­land, Eist­land, Búlga­ría, Makedón­íu, Króatía, Aust­ur­ríki, Grikk­land, Finn­land, Armen­íu, Sviss, Írland eða Kýp­ur?

Það er hægt að kjósa með því að hringja, senda SMS eða í gegnum Eurovision-appið. Hægt er að kjósa 20 sinnum úr hverju númeri.

Einn, tveir og byrja!

Endum á glimmersprengju

Þá er komið að síðasta atriði kvöldsins, Kýpur. Eleni Foureira skákaði Nettu frá Ísrael í dag, að minnsta kosti í veðbönkunum, en Kýp­ur hoppaði upp fyr­ir Nettu eft­ir dóm­ar­ar­ennslið í gær.

Eleni, sem er albönsk að uppruna, klæðist samfesting og minnir óneitanlega á Beyoncé í hreyfingum sínum, enda hefur hún sagst vilja verða hin kýpverska Beyoncé. Hver vill það ekki?

Það snjóar!

Það er snjókoma hjá hinum írska Ryan O´Shaughnessy þega hann flytur lagið Fuego. Hann hlýtur að fá nokkur atkvæði frá okkur Íslendingum. Eða erum við kannski komin með nóg af snjó?

Sysktini stíga á svið

Systkinin Coco og Stee mynda dúettinn ZiBBZS sem flytur lagið Stones. Þau hafa unnið saman frá árinu 2008 og segjast vera sálufélagar, bæði á sviði og utan þess. Fallegt.

Bara fjögur lög eftir

Fjögur lög eftir. Armenar eru næstir og Sevak Khanagyan er mættur á sviðið í skýjaþoku. Hann flytur lagið Qami á móðurmáli sínu. Qami þýðir víst vindur en Sevak ákvað að skilja vindvélina eftir heima. Af hverju?

Iittala-aðdáendur skilja þennan