Nám án aðgreiningar

Þurfum að hætta að breyta nemendum

25.9. „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Endurhugsi fjármagn í menntakerfinu

2.3. „Menntakerfið á Íslandi er vel fjármagnað miðað við önnur lönd í Evrópu. Hins vegar þarf að endurhugsa hvernig því er varið og láta það styðja betur við stefnu um menntun án aðgreiningar,“ segir Cor J. W. Meijer, forstjóri Evr­ópumiðstöðvar um mennt­un án aðgrein­ing­ar. Meira »

Skilgreina skóla án aðgreiningar betur

2.3. Margir starfsmenn skóla efast um að grunnmenntun þeirra og/eða tækifæri til faglegrar starfsþróunar nýtist sem skyldi til undirbúnings fyrir skólastarf án aðgreiningar. Þetta kemur fram í úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir á öllum stigum íslensk skólakerfisins. Meira »

Hærra hlutfall nemenda með sérþarfir

24.8. Hlutfall nemenda með sérþarf­ir er hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Nást þarf sameiginlegur skilningur á hugtakinu menntun án aðgreiningar bæði hjá kennurum og stjórnvöldum svo unnt sé að halda áfram að bæta stefnuna, menntun án aðgreiningar, á öllum stigum skólakerfisins á Íslandi. Meira »

Áfram unnið að menntun án aðgreiningar

2.3. Í tilefni niðurstöðu úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var ritað undir samstarfsyfirlýsingu um að fylgja eftir markmiði úttektarinnar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og stuðning við langtímaþróun menntastefnu. Meira »