Samfélag í sárum

Íslend­ing­ar hafa fæst­ir farið var­hluta af harm­leik í endaðan apríl þar sem ís­lensk­ur sjó­maður í blóma lífs­ins, Gísli Þór Þór­ar­ins­son, beið bana í Mehamn í Norður-Noregi. Hér er leitast við að varpa ljósi á þetta litla, afskekkta samfélag sem nú er í sárum.

„Ég kunni aldrei við Gunnar“

29.6. Kolbjørn Kristoffersen kokkur og leiðsögumaður var náinn vinur Gísla Þórs heitins en hafði illan bifur á hálfbróður hans. Kristoffersen sagði mbl.is frá sambandi þeirra Gísla auk þess sem farið er yfir það sem mbl.is fékk að heyra í Mehamn um aðfaranótt 27. apríl. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

25.6. Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

24.6. Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Nennti ekki að sitja við tölvuskjá

23.6. Sigurður Hjaltested var farsæll fasteignasali á Íslandi en sá sitt óvænna þegar vigtin sýndi 160 kíló og hann sat við tölvuskjá daglangt. Nú er hann að kaupa sinn þriðja bát í Mehamn í Noregi, veiðir þar krabba, keilu, þorsk og ýsu, vegur 120 kg og hefur öðlast nýja sýn á lífið. Meira »

„Munum aldrei mæta á mínútunni“

22.6. Lögreglan í Finnmörku hefur legið undir ámæli fyrir meintan banvænan viðbragðstíma í Mehamn-málinu. Øyvind Lorentzen umdæmisstjóri ræddi við mbl.is um áskoranir við löggæslu í tæplega 49.000 ferkílómetra fylki og karllæga samfélagsskipan norðan heimskautsbaugs. Meira »

Mörk hins byggilega heims

21.6. Skynsemi þess að mæta í leðurjakka og stuttermabol til nyrsta landfasta punkts heimsálfunnar er umdeilanleg. Munurinn á hitastiginu í Ósló og Mehamn er tveggja stafa tala og finnst glöggt á eigin skinni strax við fyrstu skrefin á flughlaðinu við flugvöll staðarins sem telur eina einustu flugbraut. Meira »